Óttast að erfitt verði að finna hlutlausan kviðdóm

28.08.2020 - 21:37
epa07453854 Former White House strategist Steve Bannon speaks as he holds The Daily Telegraph newspaper during a political meeting in Rome, Italy, 21 March 2019.  EPA-EFE/ETTORE FERRARI
Steve Bannon var ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta um tíma. Mynd: EPA
Saksóknarar í Bandaríkjunum vöruðu í dag Brian Kolfage, sem var ákærður ásamt Steve Bannon fyrir fjársvik, við birtingu færslna á samfélagsmiðlum á samfélagsmiðlum.

Bannon, sem var um tíma einn helsti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, var handtekinn í síðustu ásamt Kolfage fyrir fjársvik tengd sjóði sem söfnun fyrir múr, sem forsetinn hét í kosningabaráttu sinni að reisa við landamæri Mexíkó

Í bréfi til alríkisdómara á Manhattan sögðu saksóknarar stöðugan straum pósta frá Kolfage, á oft á tíðum eldfimu efni valda verulegri hættu á að erfitt gæti orðið að finna hlutlausan kviðdóm. Svo kunni að fara að þörf verið á að dómari verði að skipa honum að þegja.

Reuters fréttaveitan greinir frá og segir saksóknara nefna dæmi um pósta sem lýsi rannsókninni sem „nornaveiðum“ og pólitískum tilraunir til að ná til stuðningsmanna Trumps, meðal annars þeirra sem lögðu fé í sjóðinn fyrir múrinn.

„Þetta er stríð um stjórn valdamesta ríkis í heimi,“ sagði Kolfage í færslu sem hann birti í síðustu viku með mynd af Bannon á leið úr réttarsal. Hafa saksóknarar beðið dómara að gæta sérlegrar varúðar við val á kviðdómi vegna pósta hans.

Reuters segir saksóknara hafa ákært Kolfage, fyrir að nýta rúmlega 350.000 dollara sem áttu að fara í múrgerðina í eigin þágu. Meðal annars fyrir endurbætur á heimili sínu, kaup á lúxusbíl, golfbíl og lýtaaðgerðir.

Bannon hefur lýst yfir sakleysi sínu og hafnar alfarið að hafa eytt nokkur hundruð þúsundum dollara af söfnunarfénu í eigin þágu.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi