Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Þrír Íslendingar áfram í Evrópudeildinni

epa08066581 Malmo FF's Arnor Traustason celebrates after scoring during the UEFA Europa League group stage match between FC Copenhagen and Malmo FF, in Copenhagen, Denmark, 12 December 2019.  EPA-EFE/LISELOTTE SABROE DENMARK OUT
 Mynd: EPA

Þrír Íslendingar áfram í Evrópudeildinni

27.08.2020 - 20:36
Þrátt fyrir að íslensku liðin þrjú sem léku í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld hafi fallið úr leik komust þrír Íslendingar með sínum liðum í aðra umferð. Þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Aron Jóhannsson og Arnór Ingvi Traustason fara áfram með sínum liðum.

Jón Dagur var í byrjunarliði danska liðsins AGF og lék fyrstu 70. mínúturnar í öruggum 5-2 sigri gegn finnska liðinu FC Honka. Aron Jóhannsson byrjaði á varamannabekknum hjá norska liðinu Hammarby gegn Puskás Akadémía frá Ungverjalandi. Hann kom inn á á 54. mínútu og niðurstaðan öruggur 3-0 sigur Hammarby. Arnór Ingvi Traustason byrjaði sömuleiðis á bekknum, hjá Malmö, en lék síðustu 15. mínúturnar þegar liðið sigraði Cracovia frá Póllandi 2-0.