Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tekist á um fjármálastefnu á Alþingi

27.08.2020 - 16:27
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu meðal annars forsendur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi síðdegis. Fjármálaráðherra segir að hægt sé að ná fram miklum umbótum í ríkisrekstrinum.

Umræður um fjármálastefnu til ársins 2022 stendur yfir á Alþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt stefnuna og sagt hana. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar hafði meðal annars þetta að segja um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag.

„Ég tel enná að hér sé verið að byggja á of bjartsýnum spám. Hér er gert ráð fyrir 5 prósent hagvexti strax á næsta ári, engum gengisbreytingum á íslensku krónunni,hér er gert ráð  lækkandi atvinnuleysi og  verðbólga verði lág. Auðvitað er þetta allt sem ég get tekið undir að við viljum sjá, en mér finnst þetta ekki vera raunhæft.“ segir Ágúst.

Þá gagnrýndi hann að aðhaldskrafa væri gerð til opinberra stofnana sem gegna lykilhlutverki í faraldrinum svo sem skóla og heilbrigðisstofnana. 
Þá sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins  að það stæði ekki steinn yfir steini í núgildandi fjármálaáætlun, þar sem forsendur hennar hefðu breyst strax árið 2019 þegar WOW air fór í þrot. Fleiri þingmenn gagnrýndu bæði fjármálaætlun og fjármálastefnu stjórnvalda.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því til að horfa þyrfti á heildarmyndina yfir lengri tíma. Samhliða aðhaldskröfu væri ríkið að auka fjárveitingar til opinberra stofnana, fara í fjárfestingarátak og fleira. Hægt væri að ná bættum árangri í opinberum rekstri.

„Og ég ætla bara að fullyrða það að við eigum inni alveg ótrúlega mikið ósótt á því sviðinu. Við getum gert miklu betur. Við höfum sýnt það með dæmum. Við höfum verið að reyna að setja af stað einstök verkefni eins og með endurmati útgjalda. En ég bara fullyrði það sem fjármálaráðherra til margra ára. Það er hægt að fara mun betur með opinbert fjármagn í opinberum rekstri.“ segir Bjarni.