Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Sendir alríkislögreglu og þjóðvarðlið gegn mótmælendum

26.08.2020 - 17:55
epa08626071 Kenosha County sheriff deputies move to clear a park of protestors during a third night of unrest in the wake of the shooting of Jacob Blake by police officers, in Kenosha, Wisconsin, USA, 25 August 2020. According to media reports Jacob Blake, a black man, was shot by a Kenosha police officer or officers responding to a domestic distubance call on 23 August, setting off protests and unrest. Blake was taken by air ambulance to a Milwaukee, Wisconsin hospital and protests started after a video of the incident was posted on social media.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti nú síðdegis að hann ætli að senda alríkislögreglu til Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum til þess að ná tökum á mótmælum sem þar hafa geisað undanfarna daga.

Mótmælin spruttu upp í kjölfar þess að lögregla skaut Jacob Blake í bakið, svartan mann sem var óvopnaður, og sagði fjölskylda hans í gær að óvíst væri hvort Blake gæti gengið aftur. Hörð mótmæli spruttu fljótt upp í Kenosha, enda fannst fólki málið líkjast því þegar George Floyd lést í höndum lögreglu í vor. Morðið á honum var kveikjan að miklum átökum sem enn standa yfir víða í Bandaríkjunum.

Tveir voru skotnir til bana og einn særðist í mótmælunum í Kenosha í gærkvöld. Mótmælendur hafa virt útgöngubann í borginni að vettugi, en það var sett á eftir að mótmælin hófust. Og nú hefur Trump ákveðið að stíga inn í.

„Við getum ekki staðið hjá og horft á íkveikjur, ofbeldi og lögleysu á götum Bandaríkjanna. Mitt fólk var í sambandi við ríkisstjórann [Tony] Evers, sem samþykkti aðstoð frá alríkislögreglunni. Í dag mun ég því senda alríkislögreglu og þjóðvarðlið til Kenosha til þess að endurheimta lög og reglu,“ skrifaði Trump á Twitter.