Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Neituðu að spila vegna skotárásar lögreglu

epa08575604 The NBA Logo and Black Lives Matter on the court as Los Angeles Lakers and Los Angeles Clioppers players warm up two hours before tip off at the ESPN Wide World of Sports complex restarting the NBA season in Kissimmee, Florida, USA, 30 July 2020. The NBA season is resuming with 22 teams playing all games at the Walt Disney World sports complex outside Orlando, Florida.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA

Neituðu að spila vegna skotárásar lögreglu

26.08.2020 - 20:35
Leikmenn bandaríska körfuboltaliðsins Milwaukee Bucks hafa sniðgengið leik liðsins við Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta sem átti að fara fram í kvöld. Þetta gera leikmennirnir til að mótmæla skotárás lögreglumanna á Jacob Blake á sunnudag.

Blake, sem er dökkur á hörund, var skotinn nokkrum sinnum í bakið af lögreglu í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki á sunnudagskvöld. Faðir Blake segir hann lamaðan fyrir neðan mitti eftir árásina en Blake var óvopnaður.

Mótmælaalda hefur geysað eftir skotárásina í Kenosha, sem og víðar um Wisconsin-ríki. Milwaukee er stærsta borg ríkisins og hafa leikmenn Milwaukee Bucks ákveðið að sýna mótmælendum samstöðu.

Milwaukee leiðir 3-1 í einvígi sínu við Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og átti fimmti leikur einvígisins að fara fram í kvöld. Þegar leikmenn Orlando-liðsins mættu á völlinn voru andstæðingarnir hins vegar hvergi sjáanlegir.

Leikmenn Milwaukee ákváðu að sniðganga leikinn til að mótmæla árásinnu og mun hann því ekki fara fram. Ekki er ljóst hvort Milwaukee verði dæmdur ósigur í leiknum eða hvenær hann fari fram, sé það svo að honum sé frestað.

Leikmenn bæði Boston Celtics og Toronto Raptors hafa þá rætt opinberlega að þeir íhugi að sniðganga leik liðanna af sömu ástæðu.

Tengdar fréttir

Erlent

Maður sem lögregla skaut í Wisconsin er lamaður

Norður Ameríka

Lögregla skaut mann í bakið