Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Iceland Airwaves frestað um ár

Mynd með færslu
 Mynd: Alexander Matukhno - Iceland Airwaves

Iceland Airwaves frestað um ár

26.08.2020 - 10:38

Höfundar

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem halda átti dagana 4.-7. nóvember verður frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir listamenn sem höfðu boðað komu sína í ár munu verða á dagskrá á næsta ári og að auki muni 25 listamenn bætast í hópinn.

 Á vefsíðu hátíðarinnar segir að aðstandendur Airwaves hafi skoðað ýmsar leiðir, en ekki fundið neina viðeigandi lausn á að halda hátíðina miðað við núverandi aðstæður.

Þeir sem höfðu keypt miða á hátíðina í ár geta valið um að fá þá endurgreidda eða nota þá á næsta ári. Að öllu óbreyttu verður hátíðin haldin dagana 3. - 6. nóvember á næsta ári.