Usain Bolt með COVID-19

epa04968061 Jamaican athlete Usain Bolt, Olympic and world champion in the 100 and 200 meters, participates in a press conference in Mexico City, Mexico, 07 October 2015. Bolt said that his priority is to retain his titles at the Olympic Games of Rio de
Usain Bolt gæti hætt eftir HM 2017 í London. Mynd: EPA - EFE

Usain Bolt með COVID-19

25.08.2020 - 01:58
Spretthlauparinn fyrrverandi Usain Bolt er með COVID-19. Nú dvelur hann í einangrun á heimili sínu í Jamaíku.

Spretthlauparinn fyrrverandi tilkynnti í gær að hann væri í sjálfskipaðri sóttkví eftir að hann var skimaður fyrir kórónuveirunni á laugardag. 

Bolt sem er áttfaldur ólympíumeistari og margfaldur heimsmeistari í spretthlaupi staðfesti þá ekki hvort hann hefði fengið niðurstöður úr skimuninni.

Hann hvatti þá vini sína sem hann hefði átt samskipti við að fara að öllu með gát.

Breska blaðið Guardian greinir frá að Bolt hafi verið haldin óvænt afmælisveisla á föstudags.

Þangað komu margar stjörnur íþróttaheimsins. Þar á meðal Raheem Sterling framherji knattspyrnuliðs Manchester City.

Fréttin var uppfærð kl. 4:25.

Tengdar fréttir

Suðurland

Dýrkeypt sundferð hjá manni sem átti að vera í sóttkví

Erlent

Bretar flykkjast heim áður en sóttkví skellur á

Frjálsar

Héldu að hann hefði slegið heimsmet Usains Bolt