Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skálavörður af lífi og sál

25.08.2020 - 15:09
Mynd: Úr einkasafni / Úr einkasafni
Heiðrún Ólafsdóttir er farandskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands. Það þýðir að hún vinnur á mismunandi svæðum og hefur í sumar farið á milli skálanna sem varða Laugaveginn, vinsælustu gönguleið Íslands. Samfélagið hittir Heiðrúnu þar sem hún var við störf í Langadal í Þórsmörk. Hún segist vera skálavörður af „lífi og sál“ - þetta sé einfaldlega draumastarfið, hún elski að taka til hendinni, ditta að hlutum og vera úti í náttúrunni.

Heiðrún starfar einnig sem skáld og þýðandi og segir að í sumar hafi fæðst nokkur ljóð, en það hafi tekið tíma að sameina kraftbirtingarhljóm náttúrunnar og skáldagyðjunnar. Samfélagið ræddi við Heiðrúnu um starfið, stemminguna á Laugaveginum í sumar og áhrif náttúrunnar.

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
thorhildurg's picture
Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir
dagskrárritstjórn