Ráðuneytisstjóraskipti í utanríkisráðuneytinu

Mynd með færslu
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í London, verður sendiherra í Tókýó á næsta ári. Mynd: Stjórnarráðið
Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tekur um mánaðarmótinu við af Stefáni Hauki Jóhannessyni sem sendiherra Íslands í Lundúnum. Stefán tekur svo við embætti sendiherra Íslands í Tókýó í Japan um áramótin.

Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins, en þar segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sé að gera breytingar á yfirstjórn utanríkisráðuneytisins og forstöðumönnum sendiskrifstofa. Breytingarnar feli hins vegar ekki í sér skipun nýrra sendiherra, heldur sé eingöngu um flutning á núverandi sendiherrum að ræða.

Þannig kemur Elín Flygering, núverandi sendiherra í Tókýó, til starfa í ráðuneytinu um áramótin og í september mun Martin Eyjólfsson, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, taka við starfi ráðuneytisstjóra af Sturlu.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi