Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Maður sem lögregla skaut í Wisconsin er lamaður

25.08.2020 - 14:17
epa08623980 A Black Lives Matter protester holds a sign at a protest in Los Angeles, California, USA, 24 August 2020. The protest was organized in response to the police shooting of Jacob Blake in Wisconsin and Anthony McClain in Pasadena.  EPA-EFE/CHRISTIAN MONTERROSA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jacob Blake, svartur maður sem lögregla skaup í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum, er lamaður fyrir neðan mitti. Þetta segir faðir Blakes í samtali við Chicago Sun Times.

Lögregla skaut Blake nokkrum skotum í bakið á sunnudaginn. Skotin hæfðu Blake þegar hann steig inn í jeppabifreið þar sem börn hans þrjú sátu. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna heimilisofbeldis. Blake var lagður inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi. 

Að sögn föður Blakes var hann skotinn átta skotum í bakið. Of snemmt sé að segja til um hvort hann er varanlega lamaður.

epa08623702 Two protestors stand with raised fists as a garbage truck burns behind them during a second night of unrest in the wake of the shooting of Jacob Blake by police officers, in Kenosha, Wisconsin, USA, 24 August 2020. According to media reports Jacob Blake, a black man, was shot by a Kenosha police officer or officers responding to a domestic distubance call on 23 August, setting off protests and unrest. Blake was taken by air ambulance to a Milwaukee, Wisconsin hospital and protests started after a video of the incident was posted on social media.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Óeirðir hafa fylgt mótmælunum í gær og fyrradag.

Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar, deildi myndbandi sem náðist af skotárásinni á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið fylktu mótmælendur liði á götum Kenosha, bæði á sunnudags- og mánudagskvöld. Talsvert hefur verið um óeirðir og skemmdarverk í mótmælunum og lögregla hefur beitt táragasi. 

Ekki er vitað hvers vegna lögregla skaut Blake í bakið á sunnudag. Maðurinn sem festi árásina á filmu, Raysean White, segist hafa heyrt lögreglumenn æpa „slepptu hnífnum!“ áður en þeir hleyptu af. White segist hins vegar ekki hafa séð að Blake héldi á hníf. 

Lögreglan í Kenosha hefur ekki greint frá því hvort Blake var vopnaður. Málið er í rannsókn og lögreglumennirnir hafa verið sendir í leyfi.