Lára nær styrk fellibyls og nálgast Bandaríkin

25.08.2020 - 14:03
epa08619256 Palm trees show the speed of the wind due to the Laura storm in Guayama, southern Puerto Rico, 22 August 2020. Laura is causing heavy rains on several parts of Puerto Rico and will later pass near the Dominican Republic and Haiti, while on the other side of the Caribbean the Marco storm has strengthened between Cuba and Mexico near Yucatan channel and may become in Hurricane today. Both storms put on alert large parts of the Caribbean and also the US states of Louisiana, Mississippi, Alabama and Texas, where according to the National Hurricane Center the storms could impact early next week.  EPA-EFE/Thais Llorca
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Hitabeltisstormurinn Lára hefur náð styrk fellibyls sem reiknað er með að nái ströndum Texas eða Louisiana í Bandaríkjunum annað kvöld.

Búist er við að Lára haldi áfram að sækja í sig veðrið áður en komið er að landi, en miðstöð fellibylja í Bandaríkjunum reiknar með að vindstyrkur geti náð 120 kílómetra hraða.

Lára hefur þegar valdið usla sem hitabeltisstormur á Mexíkóflóa. Þrír létust þegar stormurinn fór yfir Dómíníska lýðveldið og fimm á Haítí.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi