Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína

In this Monday, March 2, 2020, photo released by Xinhua News Agency, Chinese President Xi Jinping, centre, wearing a protective face mask, talks to a medical staff member during his visit to the Academy of Military Medical Sciences in Beijing. As the rest of the world grapples with a burgeoning virus outbreak, China's ruling Communist Party has turned to its propaganda playbook to portray its leader as firmly in charge, leading an army of health workers in a "people's war" against the disease. (Ju Peng/Xinhua via AP)
Xi Jinping ræðir við starfsmenn í læknaskóla hersins í Peking. Mynd: ASSOCIATED PRESS - Xinhua
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.

CNN greinir frá þessu. 

Meðal þeirra sem hafa fengið efnið sem er enn á tilraunastigi er hjúkrunarfólk og landamæraverðir.

Yfirmaður hjá vísinda- og tækniþróunardeild opinberrar heilbrigðisþjónustu í Kína segir að heimild til notkunar lyfsins hafi fengist 22. júlí síðastliðinn.

Þriðja stigs prófanir á bóluefninu voru gerðar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Perú, Marokkó og í Argentínu.

Við þriðja stigs prófanir fá þúsundir bóluefnið til staðfestingar á virkni þess og öryggi. Ætlunin er að gefa bóluefnið fleirum í haust og vetur í þeim tilgangi að hindra útbreiðslu veirunnar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tilraunabóluefni gegn Covid-19 er gefið í Kína. Annað bóluefni var prófað á hermönnum í júní. Hvergi er er verið að prófa bóluefni gegn Covid-19 á jafnmörgum og í Kína.