
Áhrif loftslagsbreytinga greinileg
Eldar geisuðu í Ástralíu samfleytt í níu mánuði á þessu tímabili og var ástandið verst í Nýja Suður-Wales. Þar brunnu um 5,5 milljónir hektara lands. Tuttugu og sex fórust í eldunum og 2.400 íbúðarhús urðu eldinum að bráð.
Í skýrslunni segir að þótt loftslagsbreytingar skýri ekki allt það sem gerst hefði, hafi viðvaranir vísindamanna um áhrif þeirra og afleiðingar staðist. Skapast hafi sem aukið hafi eldhættuna og hraða útbreiðslu, þar á meðal vegna langvarandi þurrka, hvassviðris og þrumuveðurs.
Eldar hafi kviknað á ellefu þúsund stöðum í Nýja Suður-Wales, en eldingar hafi kveikt flesta þeirra. Einungis í ellefu tilvikum hafi brennuvargar verið að verki.
Í ljósi þessa megi búast við svona miklir eldar verði tíðari í framtíðinni og bregðast verði við til að takmarka tjón meðal annars með því að nýta í auknum mæli tækni til að greina elda á afskekktum stöðum og fá fleiri flugvélar til að slökkva þá.