Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Áhrif loftslagsbreytinga greinileg

25.08.2020 - 10:14
epa08183657 Members of the Sutherland Strike Force Rural Fire Service (RFS) work to contain a spot fire on a property in Colinton, New South Wales, Australia, 01 February 2020. Southern Australian Capital Territory residents have been warned they could face spot fires on 01 February as the Orroral Valley Bushfire and Clear Range Bushfire continues to burn in soaring temperatures and forecast unpredictable wind changes.  EPA-EFE/SEAN DAVEY  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Slökkviliðsmenn að störfum í Nýja Suður-Wales í febrúar. Mynd: EPA-EFE - AAP
Loftslagsbreytingar höfðu greinilega talsverð áhrif á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu síðari hluta árs í fyrra og á fyrri hluta þessa árs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem stjórnvöld í Nýja Suður-Wales birtu í morgun um eldana þar. 

Eldar geisuðu í Ástralíu samfleytt í níu mánuði á þessu tímabili og var ástandið verst í Nýja Suður-Wales. Þar brunnu um 5,5 milljónir hektara lands. Tuttugu og sex fórust í eldunum og 2.400 íbúðarhús urðu eldinum að bráð.

Í skýrslunni segir að þótt loftslagsbreytingar skýri ekki allt það sem gerst hefði, hafi viðvaranir vísindamanna um áhrif þeirra og afleiðingar staðist. Skapast hafi sem aukið hafi eldhættuna og hraða útbreiðslu, þar á meðal vegna langvarandi þurrka, hvassviðris og þrumuveðurs.

Eldar hafi kviknað á ellefu þúsund stöðum í Nýja Suður-Wales, en eldingar hafi kveikt flesta þeirra. Einungis í ellefu tilvikum hafi brennuvargar verið að verki.

Í ljósi þessa megi búast við svona miklir eldar verði tíðari í framtíðinni og bregðast verði við til að takmarka tjón meðal annars með því að nýta í auknum mæli tækni til að greina elda á afskekktum stöðum og fá fleiri flugvélar til að slökkva þá.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV