Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Erlendir ferðamenn áfram bannaðir á Bali

24.08.2020 - 09:28
epaselect epa08615840 Balinese people wear protective suits during a Hindu cremation ceremony called 'Ngaben' in Klungkung, Bali, Indonesia, 21 August 2020. The local government implemented a health protocol on every religious ritual activity involving several people in an attempt to curb the spread COVID-19. Bali has reopened to domestic tourism but the government is still evaluating options regarding international travellers.  EPA-EFE/MADE NAGI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Öllum erlendum ferðamönnum verður áfram bannað að koma til indónesísku eyjunnar Bali það sem eftir lifir árs. Engum erlendum ríkisborgurum hefur verið hleypt inn fyrir landamæri Indónesíu síðan faraldurinn braust út en ráðgert var að opna landamærin til Bali 11. september.

Bali er vinsælasti ferðamannastaður í Indónesíu en þar, sem og annars staðar, hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 haft mikil áhrif. Fjöldi nýrra smita hefur aukist stöðugt síðan fyrsta smitið greindist þar í mars.

Af samtals meira en 155 þúsund staðfestum smitum hafa um 4.500 smit greinst á Bali. Tæplega 7.000 manns hafa látist vegna COVID-19 í Indónesíu allri. Talið er að tölur um fjölda smita gefi ekki rétta mynd af faraldrinum þar í landi vegna takmarkaðrar sýnatöku.

 

I Wayan Koster, ríkisstjóri á Bali, tilkynnti um ákvörðunina í opnu bréfi á laugardag. Þar sagði hann að jafnvel þó að ríkisstjórnin hafi lagt fram áætlanir um opna dyrnar aftur fyrir erlendum ferðamönnum, þá þyrfti að gæta varúðar, hyggjuviti og undirbúa slíkar aðgerðir vel. Þess vegna væri ekki hægt að opna Bali um óákveðinn tíma.

Fjöldi flugferða til og frá Bali snarminnkaði í heimsfaraldrinum og þar eru hótel tóm og veitingastaðir berjast í bökkum. Ákvörðun um að hætta við opnun landamæranna á Bali var tekin vegna aukins fjölda smita og vegna ferðatakmarkana annarra ríkja.