6 smit greindust innanlands í gær

24.08.2020 - 11:09
06. júlí 2020
 Mynd: RÚV - RÚV fréttir
Sex kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Tvö greindust við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar beggja. Fimm þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví. Ríflega þrettán hundruð sýni voru tekin við landamærin en 291 á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Einstaklingum í sóttkví fjölgaði um 69 milli sólarhringa. Í fyrradag voru þeir 850 en nú eru 919 í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusýkingar.

 
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi