Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mynda keðju frá Vilníus að Hvíta-Rússlandi

23.08.2020 - 12:46
epa08599668 People protest against the results of the Belarus Presidental election and police violence during opposition protests in front of the Belarus Embassy in Vilnius, Lithuania, 12 August 2020. Lithuania, Poland and Latvia are ready to mediate between the Belarusian government and the opposition, Lithuanian President Gitanas Nauseda said on 12 August. More than six thousand activists were detained during the protests in Belarus. Long-time President of Belarus Alexander Lukashenko won the elections by a landslide with 80 percent of the votes. The opposition does not recognise the results and has questioned the transparency of the counting process. Belarusian opposition leader Svetlana Tikhanouskaya has fled to neighboring Lithuania.  EPA-EFE/Valda Kalnina
Mynd úr safni. Mótmæli við sendiráð Hvíta-Rússlands í Vilnius í Litháen. Mynd: EPA
Mynduð verður mannleg keðja frá Vilníus í Litháen að landmærunum að Hvíta-Rússlandi síðdegis. Búist er við tugþúsundum. Slík keðja var mynduð þennan dag fyrir þrjátíu og einu ári þegar sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna stóð sem hæst. 

Í dag er þrettándi dagur mótmæla í Hvíta-Rússlandi og samstöðugöngur hafa verið skipulagðar víða um landið sem tugir þúsunda hafa mætt í. Í Vilníus, höfuðborg Litháens, ætlar fólk að mynda keðju frá miðborginni að landamærum Hvíta-Rússlands, sem er um 40 kílómetra leið. Sambærileg keðja var mynduð fyrir nákvæmlega þrjátíu og einu ári, árið 1989, og náði hún í gegnum Eistland, Lettland og Litháen, þegar ríkin börðust fyrir sjálfstæði sínu. Hún var 600 kílómetra löng og tóku tvær milljónir manna þátt í að mynda hana.  

Í öðrum fyrrum Sovétlýðveldum ætlar fólk einnig að koma saman til stuðnings Hvít-Rússum í dag, svo sem í Tallin í Eistlandi og í Prag í Tékklandi. 

Svetlana Tikanovskaya, sem margir telja að hafi fengið flest atkvæði í forsetakosningunum fyrir hálfum mánuði, hefur hvatt Hvít-Rússa til dáða. Sjálf neyddist hún til að flýja til Litháens. „Við höfum breyst, hugarfarið hefur breyst og við getum ekki verið undir hælnum á þessum valdhöfum lengur. Við berjumst til sigurs, þar til það verða breytingar í landinu,“ sagði hún í viðtali við AP-fréttastofuna í gær. 

Mynd með færslu
 Mynd: Rimantas Lazdynas - Wikimedia Commons
Myndin var tekin í Litháen 23. ágúst 1989.

Alexander Lukasjenko, forseti Hvítrússa, virðist þó ekki vera á þeim buxunum að fara frá völdum. Hann hefur setið á forsetastóli í 26 ár og er talið að yfirvöld hafi ekki greint rétt frá niðurstöðum forsetakosninga fyrir tveimur vikum, þar sem hann á að hafa fengið um 80 prósent atkvæða. Í gegnum tíðina hefur hann notið töluverðs stuðnings frá starfsmönnum í þeim verksmiðjum sem ríkið rekur. Þar hefur fólk snúið baki við honum og víða liggur starfsemin niðri því starfsfólk er í verkfalli til að mótmæla framferði stjórnvalda í kosningunum.

Nokkur fjöldi starfsmanna á ríkisfjölmiðlinum gekk út á dögunum. Fjölmiðlafólkið sagðist ekki lengur vilja vera neitt til að segja ósannar fréttir. Forsetinn hefur viðurkennt að hafa fengið fjölmiðlafólk frá Rússlandi í þeirra stað.