Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Átta látin af völdum hitabeltisstorms á Hispaníólu

23.08.2020 - 22:42
epa08619257 A young man runs to get shelter from the rain due to the Laura storm in Guayama, southern Puerto Rico, 22 August 2020. Laura is causing heavy rains on several parts of Puerto Rico and will later pass near the Dominican Republic and Haiti, while on the other side of the Caribbean the Marco storm has strengthened between Cuba and Mexico near Yucatan channel and may become in Hurricane today. Both storms put on alert large parts of the Caribbean and also the US states of Louisiana, Mississippi, Alabama and Texas, where according to the National Hurricane Center the storms could impact early next week.  EPA-EFE/Thais Llorca
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Fellibyljir tveir fara nú hraðbyri yfir Mexíkó-flóa. Í dag varð Lára, þá með styrk hitabeltisstorms, samtals átta að bana á Haítí og Dómíníska lýðveldinu. Bandarískir fjölmiðlar segja þetta í fyrsta sinn frá því mælingar hófust, eða um 150 ára skeið sem tveir fellibyljir geisa samtímis á þessum slóðum.

Gert er ráð fyrir að fellibylurinn Marco skelli á Louisiana á morgun mánudag. Búist er við Láru á miðvikudaginn. Versnandi veður í Mexíkó-flóa hefur orðið til þess að olíu- og gasvinnslu hefur verið hætt tímabundið.

Láru fylgdi úrhellisrigning og flóð á eynni Hispaníólu þar sem eru ríkin Haítí og Dómíníska lýðveldið. Þar í landi létust þrír af völdum stormsins; kona og barn á heimili sínu og ungur maður dó við að tré féll á hús hans. Rafmagnslaust varð um hríð og vatn flæddi inn í byggingar.

Fimm urðu storminum að bráð á Haítí, þar á meðal tíu ára stúlka. Þrjú hinna látnu bjuggu í höfuðborginni Port-au-Prince. Svo virðist sem íbúar hafi verið lítt undirbúnir fyrir storminn. Veðurfræðingar gera ráð fyrir óvenju mörgum stormum á svæðinu þetta árið eða allt að 25 fram í nóvember.