Níu smit greindust innanlands í gær

22.08.2020 - 11:17
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Níu ný smit greindust innanlands í gær. Sex á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og þrjú hjá Íslenskri erfðagreiningu. Allir nema einn þeirra sem greindust voru í sóttkví.

Fólki í einangrun fækkaði um átta en 120 hafa bæst í sóttkví frá því í gær. Gera má ráð fyrir að þeir tengist flestir hópsýkingu á Hótel Rangá.

Af þeim fjórum sem biðu eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum eftir landamæraskimun í gær greindust þrír með mótefni og einn bíður enn eftir niðurstöðum. 

 
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi