Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Samkomulag um vopnahlé í Líbíu

21.08.2020 - 12:02
epa08557387 Fighters loyal to the UN-recognised Libyan Government of National Accord (GNA) at the area of Abu Qurain, half-way between the Tripoli and Libya's second city Benghazi, Libya, 20 July 2020, to secure it against forces loyal to Khalifa Haftar.  EPA-EFE/STR
Hermenn úr liði Trípólístjórnar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stríðandi fylkingar í Líbíu hafa náð samkomulagi um vopnahlé og að hefja undirbúning að kosningum í landinu. Forsvarsmenn þeirra gáfu út yfirlýsingar þess efnis í morgun.

Alþjóðlega viðurkennd stjórn í Trípólí segir að markmiðið sé að tryggja fullveldi landsins og brottflutning erlendra hersveita þaðan. Hún leggur til í yfirlýsingu sinni að þing- og forsetakosningar verði í Líbíu í mars á næsta ári.

Stjórnin í Benghazi í austurhluta landsins hvetur allar fylkingar í landinu til að virða vopnahléið og segir að með því verði komið í veg fyrir erlenda hernaðaríhlutun í Líbíu. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV