Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Lítil flugvél magalenti á Ísafjarðarflugvelli

21.08.2020 - 20:38
Mynd: Jóhannes Jónsson / RÚV
Lítil flugvél magalenti á Ísafjarðarflugvelli upp úr klukkan fjögur í dag rétt eftir að hafa tekið á loft.

Arnór Magnússon, umdæmisstjóri Isavia á Ísafjarðarflugvelli, segir að flugmaðurinn hafi verið einn í vélinni og talið sé að hann hafi ekki slasast. Hann hafi farið beint í viðtal hjá lögreglu. Rannsóknarnefnd flugslysa er nýkomin á staðinn og rannsakar nú tildrög slyssins. 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RÚV
Mynd: Jóhannes Jónsson/RÚV
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV