Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

10 ný innanlandssmit greindust í gær

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
10 ný innanlandssmit greindust í gær. Þetta er mesti fjöldi innanlandssmita sem greinist á einum degi frá 5. ágúst þegar 16 greindust á einum degi. Ekkert virkt smit greindist á landamærunum en fjórir bíða eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 535 eru nú í sóttkví og fjölgar nokkuð frá því í gær. Helmingur þeirra sem greindist í gær var í sóttkví, hinn ekki. Smitin voru aðallega á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV