Leik Selfoss og KR frestað

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Leik Selfoss og KR frestað

20.08.2020 - 12:30
Leikur Selfoss og KR sem átti að vera á dagskrá í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir kórónuveirusmit greindist hjá liði KR í dag.

Kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni í þjálfarateymi KR í dag og stendur smitrakning yfir. Fastlega má gera ráð fyrir að leikmannahópur liðsins fari í tveggja vikna sóttkví í kjölfarið. Það yrði í þriðja sinn í sumar sem leikmannahópur kvennaliðs KR færi í sóttkví.

Fyrst fór liðið í sóttkví í lok júní eftir að hafa spilað við Breiðablik þar sem leikmaður smitaður af veirunni var í liði Blika. Þá fór liðið í sóttkví í upphafi þessa mánaðar þegar aðili tengdur leikmannahópi KR greindist með veiruna.

Liðið átti að mæta Selfossi klukkan 18:00 í kvöld en sjá má á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands að þeim leik hefur verið frestað.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Kórónuveirusmit í kvennaliði KR