Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Jökull SK-16 kominn á flot

20.08.2020 - 16:18
Mynd: Ólög Erla Einarsdóttir / Ólöf Erla Einarsdóttir
Báturinn Jökull SK-16 sem sökk við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði á mánudag er kominn á flot. Að sögn Helga Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Köfunarþjónustunnar, gengu aðgerðir í dag vel.

Jökull SK-16 er 80 tonna trébátur og var smíðaður í Þýskalandi árið 1959. Hann sökk á mánudag og var farinn að toga annan bát með sér. Það tókst að skera á taugina milli bátanna.

Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá björgunaraðgerðirnar í dag.