Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Ólafur Helgi hættir sem lögreglustjóri

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Eggert Jónsson - RÚV
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, hefur verið settur tímabundið í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum, frá 1. september til 1. nóvember næstkomandi.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að flutningur Ólafs sé á grundvelli ákvæðis 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá embættinu á Suðurnesjum á sama tímabili. Embættið verður auglýst laust til umsóknar við fyrstu hentugleika að því er segir á vef Stjórnarráðsins.

 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir