
Smádýr talið útdautt en fannst sprelllifandi í Afríku
Vísindamenn fundu dýrið á síðasta ári og ekki aðeins í Sómalíu heldur einnig í Djíbútí. Þeir settu upp gildrur á tólf stöðum þar í landi og náðu tólf snjáldurmúsum.
Fréttastofan AFP segir vísindamenn varla hafa getað hamið gleði sína við að finna dýr sem talið var útdautt í heiminum. Vísindamenn telja nú líklegt að sómalíska snjáldurmús sé að finna víðs vegar um svæðið, jafnvel í Eþíópíu.
Snjáldurmúsin er fjarskyldur ættingi jarðsvína, fíla og sækúa. Hún er á stærð við mýs og getur náð allt að 30 kílómetra hraða. Frá því á áttunda áratugnum hafa aðeins 39 dýr á náttúrugripasöfnum verið til marks um að snjáldurmúsin hafi nokkurn tíma verið til.
Uppgötvunin nú kveikir vonir um að aðrar tegundir sem taldar eru horfnar finnist, einkum í Asíu og Suður-Ameríku.