
Algengt að eldur kvikni í eldri bílum
Hann þekkir ekki til þess að kviknað hafi í bílum sem verið sé að innkalla.
Það sé hins vegar algengt að eldur kvikni í eldri bílum vegna bilana. Fjöldi bílabruna á ári á landinu nái hæglega 200 - 300. Ástæðan sé nokkuð augljós, hiti, eldfim efni og neistar séu í vélarhúsinu. Ef hosa losnar og vökvi lekur yfir heita vél getur auðveldlega kviknað í, segir Egill.
Þá segir hann að ekki hafi verið sýnt fram á að það kvikni frekar í einni tegund bíla hvort sem um ræðir dísil-, bensín- eða rafbíla.
Innkalla Volvo tegundir af árgerðum 2014-1017
Í innköllun Neytendastofu frá 7.ágúst kemur fram að Brimborg innkalli nú 56 bíla af gerðinni VolvoS80,S60,V70,XC70,S60CC,V60,XC60,V60CC,V40 og V40CC af árgerðum 2014-2017. Allir eru með fjögurra strokka dísilvél. Ástæða innköllunarinnar er að áfylling á kælivökva á vél getur haft í för með sér að lofttappi myndast í kælikerfinu sem getur leitt til ófullnægjandi kælingar á íhlutum vélarinnar. Þetta geti leitt til skemmda á íhlutum og í versta falli valdið staðbundnum eldi í vélarrými. Umboðið er búið að gera eigendum viðvart bréfleiðis.
Egill segir að bílaframleiðendur grípi oft snemma inn í komi fram minnstu vísbendingar um galla og mögulegt tjón af þeirra völdum.
„Heilt yfir eru innkallanir ekki tiltökumál þótt einstaka innkallanir geti verið alvarlegar,“ segir Egill. Í slíkum tilfellum sé gripið harðar inn í og gallaðir bílar í umferð stöðvaðir. Egill segir það heyra til undantekninga. „Það á ekki við um þessa innköllun.“