Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Heilbrigðisráðherra Líbanons krefst útgöngubanns

epa08607874 A Lebanese protestor stands with her baby next to others carrying a giant Lebanese national flag during a protest against Lebanese Authorities and Lebanon's political corruption regarding the massive explosion in the Beirut port, next to Place Victor-Hugo in Paris, France, 16 August 2020. According to the Lebanese Health Ministry, at least 179 people were killed, and more than 6,000 injured, with 49 still missing in the Beirut blast that devastated the port area on 04 August and is believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse.  EPA-EFE/Mohammed Badra
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sjúkrahús í Beirút eiga sífellt erfiðara með að taka á móti sjúklingum með Covid-19. Þetta kom fram í máli Hamads Hassan heilbrigðisráðherra Líbanons á blaðamannafundi. Tilfellum hefur fjölgað mjög að undanförnu, svo að í óefni stefnir.

Hann segir öll sjúkrahús í borginni í sama vanda. Þar séu alltof fá rúm, gjörgæsla sé í lamasessi og öndunarvélar hvergi nærri nógu margar til að sinna fjölgun kórónuveirusjúklinga.

„Við erum komin út á brúnina,“ segir ráðherrann, tíminn naumur og því beri yfirvöldum að fyrirskipa tveggja vikna útgöngubann. Annars geti orðið þrautin þyngri að ná böndum á hegðun almennings.

Útgöngubann sé því nauðsynlegt til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Hætt var við fyrirhugað útgöngubann eftir sprenginguna miklu 4. ágúst síðastliðinn.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin kannaði ástand sjúkrahúsa í Beirút í liðinni viku. Niðurstaðan sýndi að meira en helmingur þeirra væri óstarfhæfur með öllu og allmörg illa í stakk búin að taka við sjúklingum.