Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Gas- og olíuleit heimiluð norðanvert í Alaska

epa06225721 (24/27) Polar bears gather on a barrier island after feasting on the remains of a bowhead whale, harvested legally by whalers during their annual subsistence hunt, just outside the Inupiat village of Kaktovik, Alaska, USA, 11 September 2017.
Ísbirnir við bæinn Unupiat í Kaktovik í Alaska.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Trump-stjórnin heimilaði í dag borun eftir olíu og gasi á verndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge, norðanvert í Alaska.

Slíkt hefur verið bannað um áratugaskeið á svæðinu sem þekur 7,7 milljón hektara. Þar eru heimkynni villtra dýra á borð við hreindýr og hvítabirni.

Náttúruverndarsinnar hafa lengi barist gegn því að olíu- og gasvinnsla verði leyfð á svæðinu enda væri það tilhæfulaust á tímum lækkandi olíuverðs.

Ekki liggur fyrir hve mikill áhugi verður á að kaupa vinnsluleyfi á svæðinu en bandarískir bankar segjast andvígir fjármögnun slíkra leyfa á norðurslóðum.

Ríkisstjóri Alaska fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV