Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hlustar á Harry Potter á hverju einasta kvöldi

Mynd: Hulda Geirsdóttir / .

Hlustar á Harry Potter á hverju einasta kvöldi

16.08.2020 - 15:10

Höfundar

Kvikmyndahús í Reykjavík og Akureyri munu næstu daga taka til sýninga kvikmyndirnar um galdrastrákinn Harry Potter. 23 ár eru síðan fyrsta Harry Potter bókin kom út og síðasta kvikmyndin í flokknum var frumsýnd árið 2011.

Brynja Hallgrímsdóttir er gríðarmikill aðdáandi Harry Potters sem hún kynntist fyrst í gegnum kvikmyndirnar. „Ég byrjaði ekki að lesa bækurnar fyrr en fyrir sex árum. En þá kolféll ég og gat ekki hætt,“ segir Brynja í Morgunútvarpinu. „Þetta er svo ævintýralegur heimur, maður getur gleymt sér í draumórum.“ Brynja segist hlusta á bækurnar á hverju kvöldi áður en hún fer að sofa. „Ég fæ ekki leið.“

Rætt var við Brynju Hallgrímsdóttur í Morgunútvarpinu.

Tengdar fréttir

Akureyri

Þriggja daga Potterhátíð á Akureyri

Bókmenntir

Ugla segir skilið við umboðsskrifstofu J.K. Rowling

Bókmenntir

David Beckham les Harry Potter fyrir aðdáendur

Leiklist

Kynngimögnuð leiksýning um Harry Potter