Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Er Lukaschenka kominn á leiðarenda?

Mynd: EPA-EFE / EPA
Síðustu dagar hafa vægast sagt verið róstursamir í Hvíta-Rússlandi, eftir forsetakosningarnar 9. ágúst. Eins og við var að búast fór Aleksander Lukaschenka, forseti síðustu 26 ára með sigur af hólmi. En líkt og áður, er talið fullvíst að brögð hafi verið í tafli og réttmætur sigurvegari sé hin 38 ára Svetlana Tsikhanouskaya. Ófremdarástand hefur ríkt í vikunni, yfir sex þúsund mótmælendur hafa verið handteknir, hundruðir slast og að minnsta kosti tveir látið lífið.

Erfitt að hafa uppi á hvítrússneskum blaðamanni

Í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar Heimskviða á Rás 1 er rætt við blaðakonuna Sofyu Orlosky um átökin í landinu og þrá Hvítrússa eftir réttlæti. Hún er sérfræðingur hjá frjálsu félagasamtökunum Freedom House í Bandaríkjunum og hefur fylgst náið með og fjallað um málefni Hvíta-Rússlands síðastliðin 10 ár. 

Það gekk ekki vel hjá mér að finna hvítrússneskan blaðamann til viðtals. Eftir töluvert bras og langa mæðu tókst mér þó að hafa upp á Sofyu. Eftir sem leið á samtal okkar komst ég að því að hvítrússneskir blaðamaenn og aktívistar, og þeir sem fjalla um málefni Hvíta-Rússlands, hafa góða ástæðu til þess að óttast eitt og annað, ef ekki sín eigin örlög, þá ættingja sinna.

Ekkert land í Evrópu stendur sig verr en Hvíta-Rússland þegar kemur að fjölmiðlafrelsi, og hafa blaðamenn þar árum saman sætt ofsóknum af hálfu stjórnvalda. Kannski var þetta ástæðan fyrir því að nú, þegar upp úr hefur soðið í landinu, reyndist mér erfitt að komast í samband við sérfræðinga.

En svo er það auðvitað hin hliðin, það er jú ansi mikið í gangi í Hvíta-Rússlandi núna.

Mynd með færslu
 Mynd: SO - Freedom House
Sofya Orlosky er sérfræðingur um málefni Hvíta-Rússlands.

Síðasti einræðisherra Evrópu

Alexander Lukaschenko, eða Lukaschenka eins og maður segir upp á hvítrússnesku, hefur setið á forsetastóli í þessu fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna frá árinu 1994, þegar aðeins um þrjú ár voru liðin frá því Sovétríkin leystust upp.

Það var enginn spillingarfnykur af sigri Lukaschenka þá, en hann hafði þó lítið gefið upp um pólitíska sýn sína í aðdraganda kosninga. Hann lofaði vissulega breytingum og kusu Hvítrússar manninn sem þeir héldu að myndi færa þau enn fjær Sovéttímanum. En raunin varð önnur og pólitík Lukaschenka fór að mótast; hann hófst handa við að endurreisa hagkerfi sovéttímans, áhrif ríkisins voru mikil, pólitísk mótstaða var bæld niður og hann lagði mikið upp úr því að styrkja tengsl landsins við Rússland. Hann tók því upp gamla siði þeirrar kommúnistastjórnar sem hafði fallið nokkrum árum áður.

Forsetakosningarnar á dögunum voru þær fimmtu síðan 1994, og hefur Lúkasjenka sigrað þær allar. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er stundum kallaður síðasti einræðisherra Evrópu.

epa05032365 Belarus President Alexander Lukashenko talks to media in the Palace of Independence in Minsk, Belarus, 19 November 2015. Tomislav Nikolic arrived for a two-day official visit to Belarus.  EPA/TATYANA ZENKOVICH
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands. Mynd: EPA
Lukaschenka, forseti Hvíta-Rússlands.

„Sama mynstrið myndast í aðdraganda hverra kosninga,“ segir Sofya. „Andstæðingar forsetans láta í sér heyra, almenningur fer að sýna mótframbjóðendum áhuga, og í kjölfarið er þessi mótstaða brotin á bak aftur af Lukaschenka og hans fólki.“

Við talningu atkvæða eru einnig brögð í tafli. Engar kosningar í landinu hafa verið frjálsar frá því Lukaschenka tók við, og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu var ekki með kosningaeftirlit í Hvíta-Rússlandi á sunnudag frekar en áður, þar sem stjórnvöld þar leyfa það einfaldlega ekki. Sofya segir þó að aðdragandi kosninganna í ár hafi verið eru ólíkur fyrri kosningum í landinu. 

„Munurinn núna er hversu margir íbúar landsins hafa kallað eftir breytingum, og fjöldahreyfingar orðið fjölmennari og útbreiddari. Á þessum 26 árum, sem Lukaschenka hefur gegnt embætti, er heil kynslóð sem hefur alist upp og ekki þekkt neinn annan forseta. Og með hnatt- og alþjóðavæðingu hafa Hvítrússar smátt og smátt fengið að kynnast því hvernig heimurinn getur verið,“ segir hún.

Og það, segir Sofya, er einn valdur þess að þau vilji breytingar og þoli ekki lengur við ofríki Lukaschenka.

Kórónuveiran „ekki vandamál“ í Hvíta-Rússlandi.

Þá má ekki gleyma því að kórónuveirufaraldurinn er enn í fullum gangi, og Hvíta-Rússland er eitt fárra landa sem hefur nær algjörlega hundsað tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá því faraldurinn fór fyrst að láta á sér kræla í Evrópu.

Sofya segir að sá mikli kraftur og mikla samstaða sem Hvítrússar hafa myndað núna sé nátengdur einmitt því, en íbúar landsins þurftu að mestu leyti sjálfir að verða sér út um hlífðarbúnað og fjöldahreyfingar söfnuðu fjármunum til að styðja við bakið á spítulunum.

Tsikhanouski og Tsikhanouskaya

En víkjum aftur að kosningunum sjálfum. Hér fyrir neðan má sjá  upptöku af Siarhei nokkrum Tsikhanouski frá því í vor, á vinsælli Youtube rás hans.

Tsikhanouski er vinsæll bloggari í Hvíta-Rússlandi og svarinn andstæðingur Lukaschenka forseta. Í vor lýsti hann því yfir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta.

„En eins og hvítrússneskum yfirvöldum er von og vísa,“ segir Sofya, „þá voru vinsælustu mótframbjóðendur Lukaschenka teknir höndum og þeir ákærðir fyrir hitt og þetta, nú eða bara ekki neitt. Þetta gerist í aðdraganda hverra kosninga,“ segir hún.

Annar frambærilegur frambjóðandi og andstæðingur forsetans, Viktor Barbaryka, var einnig handtekinn. Sömu sögu segir af Valery Tsepkalo, sem var meinað að bjóða sig fram og flúði til Rússlands í lok júlí. Barbaryka og Tsikhanouski sitja hins vegar enn í varðhaldi.

En þegar Tsikhanouski var tekinn höndum í maí steig fram Sviatlana Tsikhanouskaya, konan sem er á allra vörum um þessar mundir. Svetlana er eiginkona Tsikhanouski, en þegar ljóst var að hann gæti ekki boðið sig fram til forseta tilkynnti hún að hún byði sig fram í hans stað. Hún hét því að boða til nýrra kosninga yrði hún kosin, frjálsra kosninga þar sem hvert atkvæði teldi.

Mynd með færslu
 Mynd: Serge Serebro - Vitebsk
Svetlana Tsikhanouskaya á fjöldafundi í sumar.

Framboð hennar var formlega tilkynnt þann 14. júlí. Stuðningsfólk Barbaryka og Tsepkalo lýstu yfir stuðningi við framboð Tsikhanouskaya, sem var á örskömmum tíma orðin höfuðandstæðingur Lukaschenka.

„Framboð hennar var alger tilviljun,“ segir Sofya, „en stuðningurinn sem hún fékk frá Hvítrússum var óumdeildur. Annað eins hafði ekki sést áður. Og Sviatlana Tsikhanouskaya var nú orðin tákn um bjartari og betri framtíð.“

Sofya segir ennfremur að fólk hafi verið einkar spennt fyrir því að sjá svo frambærilega konu í framboði ögra Lúkasjenka, og að það hafi gefið framboðinu aukinn kraft að stuðningsmenn hinna mótframboðanna hafi fylkt sér að baki henni.

Samkvæmt útgönguspá sem framkvæmd af stuðningsfólki Tsikhanouskaya - en þótti trúverðug -, var ljóst að hún væri að fara að vinna stórsigur í kosningunum. Aðeins stjórnvöld mega þó framkvæma útgönguspár á kjördag í Hvíta-Rússlandi.

Stjórnvöld ekki á sama máli og almenningur

En svo, daginn eftir, voru fyrstu tölur kynntar. Lydía Yermoshina, yfirmaður kjörstjórnar, greindi frá úrslitunum á blaðamannafundi á mánudag. 

„Alexander Lukaschenka fékk 4,6 milljónir atkvæða, eða 80,2 prósent,“ sagði hún. „Svetlana Tsikhanouskaya fékk 65,784 atkvæði, eða 9,9%“

Við þessi orð sauð endanlega upp úr í Hvíta-Rússlandi og tugþúsundir mótmælenda þustu út á götur.

Sofya segir ljóst að forsetinn hefði alltaf reynt að hagræða úrslitum kosninganna. En fyrir kosningarnar var þó alltaf ljóst að Tsikhanouskaya myndi fá meirihluta atkvæða, spurningin var bara hversu mikið Lukaschenka myndi reyna að svindla. Fólki hafi einfaldlega ofboðið þessar tölur, þessi algjöra afskræming á niðurstöðu kosninganna.

Frá því mótmælin hófust hefur lögregla og herinn gengið harkalega fram. Yfir tvö hundruð mótmælendur hafa slasast, og að minnsta kosti tveir látið lífið. Yfir 6000 þúsund hafa verið handtekin og segir Sofya þetta mestu átök í sögu landsins. Stjórnvöld séu algerri afneitun varðandi vilja fólksins í landinu.

epa08605447 Artem Pronin shows his bruises which he reportedly got after her was beaten by the police in a detention center during rally in Minsk, Belarus, 15 August 2020. Long-time President of Belarus Alexander Lukashenko won the elections by a landslide with 80 percent of the votes, a result questioned and protested by the oppositions. Opposition leader Tikhanovskaya fled to Lithuania after rejecting the election results she claimed was rigged. Following the deathly crackdown on protesters, EU foreign ministers, during a video conference in Brussels on 14 August, approved sanctions against responsible officials in Belarus.  EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mótmælandinn Artem Promim sýnir áverka sem lögregla veitti honum í mótmælum í höfuðborginni Minsk í vikunni.

Tölurnar sem birtust á mánudag voru kornið sem fyllti mælinn, segir Sofya. “Almenningur hafi fékk skýr skilaboð um að atkvæði þeirra skipti hreinlega engu máli.“

Tsikhanouskaya flýr til Litháen

Á mánudag fór sérstök atburðarrás af stað. Tsikanovskaya hélt þá á skrifstofu yfirkjörstjórnar til að leggja fram kvörtun vegna þeirra niðurstaðna sem kjörstjórnin hafði birt.

Ekkert heyrðist frá henni tímunum saman, eða í alls sjö klukkutíma og var fólk farið að óttast hið versta. Loks birtist myndband af henni þar sem hún virtist lesa af blaði, hvatti Hvítrússa til að virða niðurstöðu kosninganna og sagði þeim að hætta að mótmæla.

Netverjar hafa bent á að sófinn sem hún situr í, grænn leðursófi, og gluggatjöldin fyrir aftan hana, séu þau sömu og á skrifstofu áðurnefndrar Lidíu Yermoshinu, yfirmanns kjörstjórnar. Sofya segist ekki í nokkrum vafa um Tsikhanouskaya hafi lesið upp yfirlýsingu sína tilneydd.

Gleymum því ekki að eiginmaður hennar er enn í haldi yfirvalda. Í kjölfarið flúði hún til Litháen, þar sem hún tók upp aðra yfirlýsingu. Þar var hún yfirvegaðari og virtist tala meira frá hjartanu. Þar segist hún ekki hafa styrk til þess að þola það sem sé að gerast. Hún sé veikgeðja kona og folk ætti að hugsa um öryggi barna sinna. Þetta er áhugaverð áherslubreyting.

Sofya telur að þessi snögga breyting á fasi Tsikhanouskaya sýni það svart á hvítu að hún hafi fengið alvarlegar hótanir. Hún er enn í Litháen eftir því sem best er vitað, en mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa ekki slakað á kröfum sínum. Ef eitthvað er virðist aukin harka vera að færast í leikinn, og innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands hefur gefið út að gúmmíkúlum verði brátt skipt út fyrir blý, ef landsmenn láti ekki af mótmælunum.

epa08605840 Protestor holds placards reading ‘Free Belarus’ and ‘Bloody dictator your time is over’ during a demonstration against the election results and the ongoing violence after the Belarusian presidential elections at the Potsdamer Platz square in Berlin, Germany, 15 August 2020. Long-time president Alexander Lukashenko won the elections by a landslide with 80 percent of the votes, a result questioned and protested by the oppositions. Opposition leader Tikhanovskaya fled to Lithuania after rejecting the election results she claimed was rigged. Following the deathly crackdown on protesters, EU foreign ministers, during a video conference in Brussels on 14 August, approved sanctions against responsible officials in Belarus.  EPA-EFE/FELIPE TRUEBA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Frá mótmælum í Minsk í vikunni.

Hvað gerist næst?

Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievich er ein fjölmargra sem hefur hvatt Lukaschenka til að láta af völdum, enda séu aðgerðir síðustu daga ekkert annað stríðsyfirlýsing gegn hvítrússnesku þjóðinni.

Sjálf segist Sofya vonast til þess að það verði raunin, en er ekki bjartsýn. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt aðgerðir Lukaschenka, rétt eins og framkvæmd kosninganna - en áfram heldur ofbeldið, þótt það minnkað síðustu daga. Hún segir að yfirgnæfandi meirihluti fólks í landinu vilji vera frjálst, vilji geta ákveðið eigin framtíð, og lifað með reisn, án þess að óttast refsingu.

Réttindi sem flest okkar álíta sjálfsögð.

Guðmundur Björn Þorbjörnsson
dagskrárgerðarmaður