Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Tikhanovskaya kallar eftir aðgerðum í heimalandinu

15.08.2020 - 01:22
epa08599669 People protest against the results of the Belarus Presidental election and police violence during opposition protests in front of the Belarus Embassy in Vilnius, Lithuania, 12 August 2020. Lithuania, Poland and Latvia are ready to mediate between the Belarusian government and the opposition, Lithuanian President Gitanas Nauseda said on 12 August. More than six thousand activists were detained during the protests in Belarus. Long-time President of Belarus Alexander Lukashenko won the elections by a landslide with 80 percent of the votes. The opposition does not recognise the results and has questioned the transparency of the counting process. Belarusian opposition leader Svetlana Tikhanouskaya has fled to neighboring Lithuania.  EPA-EFE/Valda Kalnina
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Svetlana Tikhanovskaya, frambjóðandi í forsetakosningunum í Hvíta-Rússlandi um síðustu helgi, hvetur yfirvöld í heimalandi sínu til þess að láta af ofbeldi og hefja samtal við þjóðina. Jafnframt biðlar hún til stuðningsmanna sinna að kalla eftir endurtalningu atkvæða.

Tikhanovskaya er sögð hafa fengið um tíu prósent atkvæða í forsetakosningunum á sunnudag, Aleksander Lukashenko, sitjandi forseti, hlaut samkvæmt kjörstjórn um 80 af hundraði atkvæða. Tikhanovskaya hafnaði úrslitunum, en hún var handsömuð og send úr landi. Í myndbandsskilaboðum sem voru send frá henni á þriðjudag sagðist hún hafa flúið Hvíta-Rússland til að vernda börnin sín og hún væri aðeins aum kona. 

Tryggi örugg valdaskipti

Yfirlýsingar hennar í gær voru að allt öðru tagi. Hún hrósaði Hvít-Rússum og stuðningsmönnum sínum fyrir að sýna að þau tilheyrðu meirihlutanum og ríkið væri þjóðarinnar, en ekki eins manns. Þá kallaði hún eftir aðgerðum á borð við að koma saman nefnd aðgerðarsinna, virtra Hvít-Rússa og atvinnu-stjórnmálamanna til þess að tryggja örugg og friðsöm valdaskipti. Eins kallaði hún eftir því að starfsfólk úr framleiðslugeiranum, verkafólk og öðrum félagasamtökum taki þátt í breytingunum. Tikhanovskaya vill að alþjóðasamfélagið og Evrópuríki aðstoði við að koma á samræðum milli þessarra stofnana og yfirivalda í Hvíta-Rússlandi. Loks vill hún að yfirvöld leysi alla fanga úr haldi, komi óeirðarlögreglu og hermönnum af götunni og sæki þá sem skipuðu öryggissveitum fyrir til saka.

Hart tekið á mótmælendum

Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknar. Fólk sem hefur verið leyst úr haldi lýsir ofsafengnu ofbeldi innan fangelsisveggjanna. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja sannanir hrannast upp um skipulagða herferð stjórnvalda sem pynti friðsama mótmælendur.

ESB undirbýr aðgerðir

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja veittu í gær samþykki fyrir því að leggja viðskiptaþvinganir á hvítrússneska embættismenn sem bera ábyrgð á ofbeldi gegn mótmælendum í landinu. Deutsche Welle hefur þetta eftir Heiko Maas, utanríkisráðherra Þjóðverja. Hann sagði við blaðamenn eftir fjarfund ráðherranna í gær að ekki væri búið að ákveða hverjum verði refsað eða hvernig. Næsta skref sé að setja saman lista yfir embættismennina. Þegar því verður lokið verða ESB-ríkin að samþykkja einróma hvern og einn sem lagt er til að verði refsað.