Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tyrkir gagnrýna friðarsamkomulag

epa07924817 Turkish President Recep Tayyip Erdogan addresses members of ruling Justice and Development Party (AKP) at their group meeting at the parliament in Ankara, Turkey, 16 October 2019. Turkey on the 09 October 2019 launched a military offensive targeting Kurdish forces in north-eastern Syria, days after the US withdrew troops from the area.  EPA-EFE/STR
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tyrklandsstjórn gagnrýnir mjög friðarsamning Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Tyrkir fullyrða að furstadæmin séu að svíkja málstað Palestínumanna til þess eins að þjóna eigin hagsmunum.

Tyrkir segja einhverskonar sjálfsfórn af hálfu furstadæmanna hreina sýndarmennsku sem seint verði fyrirgefin. Að sögn utanríkisráðuneytis Tyrklands er það verulegt áhyggjuefni að ógna með þessum hætti friðaráætlun Arababandalagsins.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur löngum stutt málstað Palestínumanna. Í janúar síðastliðnum sakaði Erdogan ýmis arabaríki um að þau sýndu sviksamlega hegðun með stuðningi við áætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem stilla á til friðar milli Ísraels og Palestínu.