„Það eru margir þættir sem munu fækka flugferðum á komandi vikum,“ sagði Áslaug Arna. „En það er ljóst að þetta mun hafa talsverð áhrif.“
Spurð hvort til greina kæmi að setja þau ríki, þar sem fjöldi smita fer yfir tiltekinn fjölda, á rauðan lista, áþekkan þeim sem mörg önnur lönd hafa gert, sagði Áslaug Arna að ráðleggingum sóttvarnalæknis væri fylgt í þeim efnum. Staðan breyttist hratt og mikilvægt væri að bregðast við í samræmi við það.