Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

COVID-smit í eftirréttaverksmiðju Bakkavarar

14.08.2020 - 17:16
Erlent · Bakkavör · Bretland · COVID-19 · England
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
COVID-19 smit kom upp í matvælaverksmiðju Bakkavarar í Newark í Lincolnskíri í Bretlandi í vikunni. Meira en 50 starfsmenn verksmiðjunnar hafa greinst með veiruna.

Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, BBC í dag.

Bakkavör var stofnuð af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum.  Ágúst er forstjóri Bakkavarar og Lýður situr í stjórn fyrirtækisins.

Bakkavör er einn af stærstu framleiðendum tilbúinna rétta í Bretlandi og á og rekur um 40 matvælaverksmiðjur víða um heim. Meira en 20.000 starfa hjá fyrirtækinu.

Verksmiðjan þar sem smitið kom upp, er meðal stærstu vinnuveitenda á svæðinu og þar eru framleiddir ýmsir eftirréttir.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir