Barði járnstöng í búðarglugga

14.08.2020 - 07:00
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Tilkynnt var um mann sem barði glugga skartgripaverslunar í miðborginni með járnstöng laust eftir miðnætti í nótt. Maðurinn var kominn í næstu götu þegar hann var handtekinn en samkvæmt frásögn vitnis sló hann járnstönginni í bifreiðar á leiðinni. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Garðabæ um miðnætti. Ökumaður bifreiðar, sem lagt var í stæði sem er á rampi, bakkaði henni of langt með þeim afleiðingum að bifreiðin fór niður á tröppur á rampinum og stöðvaði við inngang að húsi. Bifreiðin skemmdist eitthvað við byltuna en ekki virtust vera skemmdir á húsinu. 

Tilkynnt var um innbrot í Hafnarfirði rétt fyrir tvö í nótt. Komið var að manni sem var búinn að brjóta rúðu og var að eiga við útihurð á kofa. Hann var búinn að skemma tvær eftirlitsmyndavélar á svæðinu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi