Allir sem koma til landsins verða skimaðir tvisvar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Allir komufarþegar, bæði þeir sem eru búsettir hér á landi og þeir sem eru í styttri erindagjörðum verða skimaðir við komuna til landsins og svo aftur að fjögurra til fimm daga sóttkví liðinni. Þetta kynnti forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar rétt í þessu.

„Rökin fyrir þessu eru annars vegar þróunin innanlands og hins vegar þróunin á heimsvísu,“ sagði Katrín. 

Hún sagði þjóðhagslega hagrænt að skima við landamærin þar sem tiltölulega stórt hlutfall smitaðra greinist þar. Hagræn rök hnígi frekar að því að herða reglur um landamæraskimun en að rýmka þær.

„Niðurstaðan er sú að leggja það til, og ákveða, að frá og með miðvikudeginum 19. ágúst verði allir komufarþegar, bæði þeir sem eru búsettir hér en líka þeir sem eru í skemmri erindagjörðum, skimaðir tvisvar“ sagði Katrín

Fyrsta skimun verði á landamærum og sóttkví taki við í fjóra daga en 4 - 5 falli sóttkví á helgi, síðan verði skimað aftur. 

Jafnframt nefndi Katrín sem rök að ljóst væri að veiran hefði flotið inn í landi þar sem landsmenn væru að greinast með annan veirustofn í nýju bylgjunni en í fyrstu bylgju í vor. 

Það hafi verið erfitt að hafa eftirlit með því hvort farþegar hafi dvalið í öruggu landi fjórtán daga fyrir komu til Íslands þegar sumir voru undanskildir skimun. Með nýju fyrirkomulagi verð hægt að grípa alla. Engin áform seu þó endanleg við það ástand sem faraldurinn skapar.

Aðferðafræði sem vekur athygli víða um heim

Katrín sagði margar fyrirspurnir hafa borist stjórnvöldum frá öðrum ríkjum um aðferðafræði og ráð við landamæraskimun.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi