Vonar að gærkvöldið gefi fyrirheit um komandi helgi

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Höfuðborgarsvæ? - Facebook
Lögreglumenn heimsóttu sex veitingahús á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir ástandið hafa að mestu leyti verið gott, í mesta lagi hafi þurft tilsögn um hvernig fylgja ætti sóttvarnarreglum.

„Nú er fimmtudagur og lögregla bindur vonir við að kvöldið í gær gefi fyrirheit um komandi helgi,“ segir Ásgeir Þór í tilkynningu til fjölmiðla.

Lögreglan í Reykjavík hafði í gær ritað sex skýrslur vegna meintra brota á sóttvarnarreglum á veitingastöðum. Einum stað var lokað í fyrrakvöld til að hægt væri að koma sóttvörnum í lag.

Þá voru á þriðjudaginn tólf brot skráð með útgefnum sektargerðum, af alls 32 brotum á árinu, samkvæmt bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi