Þrír ákærðir fyrir að aðstoða R. Kelly

13.08.2020 - 04:20
Mynd með færslu
 Mynd: YouTube
Þrír menn voru í gær ákærðir af bandarískum yfirvöldum fyrir að hóta og ógna konum sem hafa sakað tónlistarmanninn R. Kelly um ofbeldi. Einn mannanna er grunaður um að hafa kveikt í bíl í Flórída. 

Góðvinum Kellys bauð einni kvennanna hálfa milljón bandaríkjadala fyrir að hætta við að bera vitni í máli söngvarans. Umboðsmaður og ráðgjafi Kellys hótaði svo að birta nektarmyndir af konu sem kærði Kelly.

R. Kelly neitar sök í öllum þeim tuga mála sem höfðuð hafa verið gegn honum í Illinois, MInnesota og New York. Meðal þess sem hann er kærður fyrir er kynferðisofbeldi og mansal. Hann er sakaður um að hafa kerfisbundið tælt til sín unglingsstúlkur til að hafa við þær kynmök á tónleikaferðalögum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi