Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þefaði upp 40 milljónir fyrir tollinn

13.08.2020 - 14:30
epa04792440 K-9 handler Rosanna Thompson and her dog Rogue, a German shepherd Belgian malinois mix, work during cadaver water training during a North American Police Work Dog Association National Workshop in Douglasville, Georgia, USA, 10 June 2015.
Hundurinn á myndinni er þýskur fjárhundur líkt og Aki. Mynd: EPA
Þýski fjárhundurinn Aki er væntanlega virði þyngdar sinna í gulli fyrir tollyfirvöld á flugvellinum í Frankfurt, enda er hann einkar lunkinn við að þefa upp peningaseðla sem ferðalangar hafa sleppt því að gefa upp.

Í júní og júlí í sumar þefaði Aki upp peningaseðla að andvirði 247.000 evrur, eða um 40 milljónir króna. Lögum samkvæmt ber fólki að tilgreina það sérstaklega ferðist inn og út úr Evrópusambandinu með meira fé en sem nemur 10.000 evrum.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá og segir Aki hafa fundið féð á tólf manns sem fóru um flugvöllinn. Í einu tilfelli þefaði hann til að mynda uppi 52.000 evrur sem maður nokkur hafði falið í vasa sínum.

Sá, líkt og hinir ferðalangarnir ellefu, voru allir á leið til ríkja utan Evrópusambandsins.

„Þeir segja að peningar lykti ekki, en það virðist ekki eiga við um Aki,“ segir Isabell Gilmann talskona tollyfirvalda, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Aki ratar í fréttirnar fyrir vasklega framgöngu sína við peningaleit.

Anna Sigríður Einarsdóttir