Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Háttsettur leiðtogi Bræðralags múslíma lést í fangelsi

epa04751086 MEmbers of Egypt's security services guard the trial of Mohamed Morsi, and other members of the now banned Muslim Brotherhood in Cairo, Egypt, 16 May 2015. According to reports as well as seeking the death sentence for former Egyptian
Mikil öryggisgæsla var við dómshúsið þar sem dauðadómur var kveðinn upp yfir Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta. Mynd: EPA
Essam al-Erian áður háttsettur leiðtogi Múslímska bræðralagsins lést í dag í egypsku fangelsi. Hann var 66 ára, banamein hans er sagt vera hjartaáfall en hann átti að sitja af sér 150 ára dóm fyrir margvísleg brot.

Múslímska bræðralagið eru alþjóðasamtök súnní-múslíma sem stofnuð voru í Egyptalandi árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna.

Essam al-Erian var handtekinn 2013 eftir að herráð Egyptalands steypti Múhameð Morsi forseta landsins af stóli. Morsi komst til valda eftir egypsku byltinguna 2011 en lést á meðan réttarhöld stóðu yfir gegn honum í júní 2019. Erian var varaforseti Frelsis- og réttlætisflokksins, stjórnmálaarms bræðralagsins og ráðgjafi Morsi forseta.

Flokkurinn, líkt og bræðralagið, er nú bannaður í Egyptalandi. Bræðralag múslíma hefur nú stöðu hryðjuverkasamtaka þar í landi, en leiðtogar þess hafna alfarið slíkum ásökunum.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir