Gordon Ramsay grillar fólk á Tiktok

Mynd með færslu
 Mynd: Gordon Ramsay

Gordon Ramsay grillar fólk á Tiktok

13.08.2020 - 11:23
Matreiðslumaðurinn og þáttastjórnandinn Gordon Ramsay stofnaði Tiktok-aðgang á dögunum. Þar fylgist hann með fólki við eldamennskuna og segir sínar skoðanir.

Áður en Gordon Ramsay stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum Tiktok þá gaf hann fólki engu að síður alls kyns ráð. Hann setti símanúmer á alla sína samfélagsmiðla þar sem hann skrifaði einfaldlega : Sendu mér skilaboð +1 (310) 620-6468. 

Hér má sjá þegar Gordon gefur ráð í eldhúsinu á Valentínusardaginn:

Hér má sjá brot af því þegar Gordon Ramsay fylgist með fólki elda.  Í myndbandinu hér fyrir neðan er kona að útbúa lágkolvetnasamloku, með því að nota papriku í staðinn fyrir brauð. Samkvæmt Gordon er þetta ekki kallað lágkolvetnasamloka heldur hálfvitasamloka.

That’s not a Healthy Sandwich this is an ##idiotsandwich !!! ##duet with @myhealthydish ##ramsayreacts ##fyp

original sound - myhealthydish

Hér er strákur sem er að búa til Beef Wellington, Gordon líst vel á það til að byrja með en sér svo að hann er að nota pulsu í það. „Þetta er ekki Beef Wellington, þetta er pulsurúlla, kleinuhringurinn þinn!“
 

There’s a big difference between a ##sausageroll and a ##beefwellington !! ##duet with @maxthemeatguy ##ramsayreacts ##fyp

Dark HipHop Beat - Dj Memo

Oh lord....Add this to the list of things I’d never thought I’d see in Mac and Cheese ##duet with @shefshina ##instaxinspo ##ramsayreacts ##fyp

original sound - shefshina