Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Aðrar hafnir í Líbanon taka við hlutverki Beirút

epa08598949 A picture taken with a drone shows a general view of destroyed port area four days after explosions that hit Beirut port, in Beirut, Lebanon, 08 August 2020 (issued 12 August 2020). Lebanese Health Ministry said at least 171 people were killed, and more than 6000 injured in the Beirut blast that devastated the port area on 04 August and believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hafnarborginni Trípóli norður af Beirút er ætlað að taka tímabundið við hlutverki höfuðborgarinnar sem aðalhöfn Líbanons.

Umfang hafnarinnar í Trípólí er öllu minna en í Beirút. Meirihluti alls innflutnings til landsins fór þar í gegn uns sprengingin 4. ágúst lagði hafnarsvæðið í auðn.

Skipum á leið til Beirút var þá þegar beint til Trípólí. Aðrar hafnir á borð við Saida og Týrus leggja einnig sitt af mörkum. Örðugt er þó fyrir stærri flutningaskip að leggja þar að.

Líbanir treysta mjög á innflutning og um 85% af fæðuþörf landsins er fullnægt með aðfluttum matvörum. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir að ástandið, sem var slæmt fyrir í Líbanon, geti versnað enn eftir áfallið í upphafi mánaðarins.