Trump steinhissa á vali Bidens

epa08598123 An undated handout photo made available by the Biden Harris Campaign shows former US Vice President and presumptive Democratic candidate for President Joe Biden with California Senator Kamala Harris, released after the campaign announced that Biden has chosen Kamala Harris as his vice presidential running mate, (issued 11 August 2020). The two are scheduled to appear together at an event in Wilmington, Delaware, USA, on 12 August 2020.  EPA-EFE/BIDEN CAMPAIGN / ADAM SCHULTZ HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BIDEN HARRIS CAMPAIGN
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hissa á því að Joe Biden hafi valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Trump sagði á blaðamannafundi í kvöld að Harris væri illkvittnasti, ferlegasti og dónalegasti þingmaðurinn í öldungadeildinni. 

Trump bætti því við að hann væri hissa á valinu þar sem Harris hafi staðið sig illa í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar. Hún hafi verið illgjörn í garð Bidens og hún hafi sagt fjölmargar ósannar sögur í gegnum tíðina. Kosningaframboð Trumps segir val Bidens sanna að hann mæti sjálfur til leiks án hugsjóna, með róttækan vinstri sinna sér við hlið.

Joe Biden sagðist í Twitter-færslu vera stoltur af vali sínu á framboðsfélaga, Kamala Harris væri öflugur baráttumaður þeirra sem minna mega sín og einn af bestu embættismönnum þjóðarinnar.

Harris sagði á Twitter á kvöld að það væri heiður að bjóða sig fram með Biden. Hún mundi gera það sem í hennar valdi standi að tryggja honum forsetaembættið.

Fyrrverandi forsetinn Barack Obama segir Harris reiðubúna til að láta til sín taka. Hann hafi þekkt hana lengi og hún hafi á ferli sínum varið stjórnarskrána og barist fyrir þá sem minna mega sín.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi