Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrennt látið eftir lestarslys í Skotlandi

12.08.2020 - 15:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Gooogle Maps
Þrennt er látið eftir lestarslys sem varð vestur af Stonehaven í Aberdeen-skíri Skotlands í morgun. Sex hafa verið flutt á sjúkrahús með minniháttar áverka.

Enn hafa kennsl ekki verið borin á þau látnu en álitið er að lestarstjórinn sé meðal þeirra.

Ekkert liggur enn fyrir um ástæður slyssins en grunur er uppi um að jarðvegshruni sé um að kenna. Vitað er að dráttarvagninn og þrír vagnar fóru út af sporinu. Sá fjórði hélst á teinunum.

Heilbrigðisyfirvöld hafa sett upp hjálparmiðstöð í Aberdeen fyrir ættingja og vini þeirra sem lentu í slysinu. Breska ríkisstjórnin hefur einnig heitið allri mögulegri hjálp.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV