Tíu féllu í mótmælum í Eþíópíu

11.08.2020 - 03:38
ADD05 - 19990215 - AYA, ETHIOPIA : An Ethiopian soldier next to companions, checks a grenade, part of some weapons seized to Eritrean troops a week ago on Aya war front in north Ethiopia near the border with Eritrea, 15 February 1999. Ethiopia today
Eþíópískir hermenn. Mynd: EPA - AFP POOL
Minnst tíu manns dóu og á fjórða tug særðust þegar til átaka kom milli mótmælenda og öryggissveita í sunnanverðri Eþíópíu í gær. Mótmælin spruttu upp þegar stór hópur baráttufólks fyrir sjálfsstjórnarhéraði Wolaita-þjóðarinnar var handtekinn á sunnudag. Ættingjar þeirra og skoðanasystkini sættu sig ekki við frelsissviptinguna og efndu til mótmæla í nokkrum bæjum, þar á meðal Boditi og Sodo, þar sem til hinna mannskæðu átaka kom.

Samkvæmt heimildum norrænu TT-fréttastofunnar er 14 ára piltur á meðal hinna föllnu. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi