Rússar skráðu bóluefni gegn COVID-19 í morgun

11.08.2020 - 09:33
epa08596837 (FILE) - (At the table L-R) Elena Smolyarchuk, chief researcher, Head of the Center for Clinical Research on Medications at Sechenov University, and volunteers on whom the Russian vaccine against COVID-19  was tested on, attend a news conference after ending the first stage of clinical trials of vaccine form against COVID-19, at the Science and Practice Center for Interventional Cardioangiology in Moscow, Russia, 15 July 2020 (reissued 11 August 2020). According to reports, Russian President Putin has announced the registration of a Russian vaccine against the coronavirus SARS-CoV-2 which causes COVID-19.  EPA-EFE/YURI KOCHETKOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússar hafa fengið fyrsta bóluefnið gegn COVID-19 skráð. Það er sagt veita varanlegt ónæmi fyrir kórónuveirunni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti þetta í morgun. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að flýta rannsóknum á kostnað öryggis og áreiðanleika efnisins.

„Í fyrsta sinn í heiminum skráðum við nýtt bóluefni gegn nýju kórónuveirunni í morgun,“ sagði Pútín á myndbandsfundi með ráðherrum í ríkisstjórn Rússlands. AFP greinir frá þessu.

Ætla að bólusetja í október

Rússland er meðal þeirra ríkja sem hefur þróað bóluefni gegn COVID-19 síðan farsóttin braust út. Samtök um klínískar rannsóknir í Rússlandi hafa hvatt stjórnvöld til þess að halda rannsóknum áfram áður en bóluefninu er beitt þar í landi.

Rússar eru sagðir taka mikla áhættu með því að bólusetja almenning með efninu, án þess að hafa rannsakað það nógu vel. „Hvers vegna fylgja allir reglunum nema Rússar? Reglurnar um klínískar rannsóknir eru ritaðar með blóði og þær má ekki brjóta,“ er haft eftir Svetlönu Zavidova, framkvæmdastjóra samtaka um klínískar rannsóknir, á vef Bloomberg.

Blaðamenn fylgdust með þegar bóluefnið var kynnt um mánaðamótin. Nú hefur þetta efni verið skráð í Rússlandi.

Rússnesk stjórnvöld undirbúa víðtækar bólusetningar gegn kórónuveirunni í október. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því í byrjun mánaðar.

Meira en 20 bóluefni í þróun

Það eru ekki aðeins rússneskir heilbrigðisstarfsmenn og sérfræðingar sem hafa áhyggjur af skjótri afgreiðslu rússneskra stjórnvalda á bóluefninu. Bandaríski sóttvarnalæknirinn Anthony Fauci sagðist nýverið vona að Rússar og Kínverjar væru raunverulega á prófa bóluefnið áður en það væri notað á fólk.  Í Bandaríkjunum er stefnt að því að öruggt og áhrifaríkt bóluefni verði tilbúið fyrir lok árs.

Talið er að meira en 20 bóluefni séu í þróun víða um heim og hafi verið tekin til klínískra rannsókna.

Íslensk stjórnvöld eiga í alþjóðlegu samstarfi um þróun bóluefnis með Norðurlöndum og ríkjum Evrópusambandsins, auk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að biðin eftir góðu bóluefni fyrir COVID-19 geti orðið löng. Íslendingar ásælist vel rannsakað efni.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi