Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Skoða að leyfa íþróttir með snertingu eftir 13. ágúst

Mynd: Mummi Lú / RÚV

Skoða að leyfa íþróttir með snertingu eftir 13. ágúst

10.08.2020 - 14:28
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það nú til skoðunar að leyfa íþróttir með snertingu, líkt og knattspyrnu. Þetta sagði hann á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Þórólfur sagðist vera að vinna að minnisblaði til stjórnvalda vegna aðgerða eftir 13. ágúst. Til skoðunar sé til að mynda að hafa eins metra reglu sums staðar. Í framhaldi af því sagði að til skoðunar væri þá að leyfa íþróttir með snertingu, eins og knattspyrnu, að hefjast aftur. Það kæmi þá fram í minnisblaðinu.

Þá sagði Víðir að KSÍ væri tilbúið að setja mjög strangar reglur til að hægt verði að hefja fótboltann að nýju. Það muni þá eiga við í þeim leikjum í undankeppni Evrópukeppninnar sem spila á hér á landi, en FH fékk heimaleik gegn Dunajská Streda í drættinum í morgun.

Öllum fótboltaleikjum á vegum KSÍ hefur verið frestað til 13. ágúst og þá á að taka til skoðunar hvað tekur við í framhaldinu. Þá hefur bikarkeppnum Frjálsíþróttasambands Íslands sem átti að vera 15. ágúst verið frestað um tvær vikur, til 29. ágúst.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Tengdar fréttir

Frjálsar

Bikarkeppnum FRÍ frestað um tvær vikur

Fótbolti

Munar um hverja viku sem mótið frestast

Fótbolti

Undanþágubeiðni KSÍ hafnað

Íþróttir

KSÍ frestar leikjum vegna óvissu um mótahald