Anna Þorvaldsdóttir tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna

SINFÓ
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Nýtt staðarskáld
 Mynd: Ari Magg - Sinfóníuhljómsveit Íslands

Anna Þorvaldsdóttir tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna

10.08.2020 - 16:37

Höfundar

Anna Þorvaldsdóttir hefur verið tilnefnd til tónskáldaverðlauna Prince Pierre-sjóðsins fyrir sinfóníuna AIŌN. Einn tilnefndra í ár er bandaríski mínímalistinn Steve Reich og meðal fyrri vinningshafa má finna stórkanónur eins og György Ligeti, Sofiu Gubaidulina og Elliot Carter.

Í rökstuðningi dómnefndar er Anna sögð eitt farsælasta tónskáld sinnar kynslóðar og AIŌN sé hugleiðing á sinfónískum skala um lífið og vistkerfið, og hlutverk manneskjunnar í stóra samhengi hlutanna. AIŌN er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveita Íslands og Gautaborgar og Íslenska dansflokksins, en Erna Ómarsdóttir samdi dans við verkið. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenski dansflokkurinn ætla að flytja verkið í Eldborg 1. nóvember næstkomandi en vef viðburðarins segir að í AIŌN bjóði Erna Ómarsdóttir og Anna Þorvaldsdóttir upp á töfrandi heim þar sem tónlist og dans mætist og dansarar og hljóðfæraleikarar renni saman í eitt.

Prince Pierre-sjóðurinn var settur á fót af mónakóska prinsinum Rainier þriðja árið 1966 og veitir árlega verðlaun í bókmenntum, tónlist og myndlist. Tónskáldaverðlaunin eru veitt fyrir ný verk í sígildri og samtímatónlist sem komu út á síðasta ári. 18 verk eru tilnefnd í ár og verðlaunin eru um ein milljón króna.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Anna ráðin listrænn stjórnandi Tónlistarhátíðar Rásar 1

Klassísk tónlist

Berlínarfílharmónían frumflytur nýtt verk Önnu

Klassísk tónlist

Anna og Víkingur í Berlínarfílharmóníunni

Klassísk tónlist

Gagnrýnendur hugfangnir af Önnu Þorvaldsdóttur