Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Andlitsgrímur ekki skylda á lengri leiðum

Mynd með færslu
 Mynd: DR - Christina Rasmussen
Lestarfarþegum á lengri leiðum til og frá Árósum í Danmörku ber ekki skylda til að hafa andlitsgrímu fyrir vitum sér.

DR greinir frá þessu. Þetta gildir þrátt fyrir kröfu um notkun andlitsgríma í almenningsfarartækjum innan borgarinnar og á skemmri ferðum út úr henni.

Á hinn bóginn mega lestar- og rútufarþegar sem hyggjast til að mynda halda til Kaupmannahafnar eða Álaborgar vera án gríma í farartækjunum. Að hinu leytinu er ætlast til að andlitsgrímur séu bornar á biðstöðvum rúta og lestarstöðvum.

Farþegum er heimilt að taka grímurnar niður að nýju um leið og stigið er út af þeim svæðum.