Á fjórða tug starfsmanna Torgs í sóttkví

09.08.2020 - 16:19
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Á fjórða tug starfsmanna Torgs, sem heldur úti miðlunum Fréttablaðinu, DV og Hringbraut, hefur nú verið sendur í sóttkví.

Greint er frá þessu á vef Fréttablaðsins, sem segir þetta hafa verið niðurstöðuna eftir frekari greiningu smitrakningarteymis almannavarna í kjölfar þess að starfsmaður DV greindist í vikunni með kórónuveiruna.

Áður höfðu allir nema einn af starfsmönnum DV verið sendir í sóttkví, en nú hafa alls 36 starfsmenn úr öllum deildum félagsins verið sendir sóttkví sem lýkur að óbreyttu á miðnætti 18. ágúst.

Fréttablaðið segir sóttkvína ekki fela í sér truflun á starfsemi Torgs þar sem starfsmenn í sóttkví, bæði blaðamenn og aðrir, muni vinna heima og fréttaflutningur miðla Torgs því verða með óbreyttu sniði meðan á sóttkví stendur.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi